Tangagata 6

  • {{img.alt}}  400 Ísafjörður
    Opið hús 08.06.2018 17:00 - 17:00
    {{img.description}}

SALE

Verð: 35.000.000 

Sala
35.000.000 
Einbýli
209 fm
6
Herbergi
4 Svefnherbergi
2 Stofur
2 Baðherbergi
Fjöldi hæða 4
Byggingarár 1903
Inngangur Sérinngangur
Bílskúr Nei
Lyfta Nei
Fasteignamat 20.750.000 
Brunabótamat 45.600.000 

Fasteignasala Vestfjarða s. 4563244 - eignir@fsv.is - www.fsv.is -  Til sölu -Tangagötu 6 Ísafirði.

Glæsilegt einbýlishús á eyrinni, Richters hús, byggt árið 1903, góð staðsetning nálægt miðbæ Ísafjarðar. 
Húsið er á fjórum hæðum að kjallara og rislofti meðtöldu. 
Að innan var húsið endurnýjað að fullu árið 2000, m.a.allar lagnir og einangrun, og að utan í kringum 1993. Nýr, steyptur sökkull er undir húsinu að sunnan, austan og vestan og endursteyptar tröppur niður í kjallara að norðanverðu. 
Ný steinlögn með tveimur hliðum húss og stór, vel byggður og skjólsæll sólpallur að austanverðu þar sem aðalinngangurinn er í húsið. Einnig er hægt að ganga inn í húsið götumegin. Steypt bílastæði er norðanmegin við húsið.

Komið er inn í flísalagða forstofu með hita í gólfi, góður fataskápur í forstofu. 
Lítið salerni og þvottahús eru inn af forstofu, flísar á gólfum. Komið er úr forstofu inn í opna og bjarta stofu og borðstofu, gegnheill hlynur á gólfi (plankar).
Eldhús er með innréttingu úr kirsuberjaviði, flísar á gólfi, hiti í gólfi, spanhelluborð og ofn. Opið er úr eldhúsi yfir borð í rúmgóðan borðkrók með flísum á gólfi, hiti í gólfi. 
Lítið herbergi er inn af stofu. Gólfhleri er niður í kjallara, en einnig er sérinngangur í kjallara frá norðurhlið hússins. 

Voldugur tréstigi er upp á efri hæð, smíðaður úr gegnheilum hlyni. Góður stigapallur opnast inn í sólstofa með flísum á gólfi, hiti í gólfi. Nýtt bárujárnsþak á sólstofu og K-gler í gluggum þar. 
Fjögur svefnherbergi eru á 2. hæð, tvö minni og tvö stærri, öll með veglegum föstum fataskápum. 
Hjónaherbergi með stórum fataskáp, hlyns parket á gólfi. Tvö minni barnaherbergi með fataskápum, gegnheill hlynur á gólfum. Stærra barnaherbergi með hlyns parketi á gólfi og fataskáp. 
Mjög stórt baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum, rúmgóður sturtuklefi og hornbaðkar. Innrétting úr kirsuberjaviði, hiti í gólfi.
Niðurdraganlegur stigi upp á risloft sem er óinnréttað rými og ekki skráð inn í heildarstærð eignar, manngengt undir mæninum, gólfflötur er tæpir 70 m². 

Kjallari er skráður 62 m² að stærð og nýtist sem geymsla. Nýlega steyptir grunnveggir/sökklar í kjallara. Allur kjallarinn er þurr og þéttur en útihurð léleg. Lofthæð um 2 metrar í kjallara. 
Húsið stendur hátt miðað við sjávarmál og flæðir ekki í kjallara þegar hásjávað er. 
Nýleg hellulögð stétt er sunnan við húsið, á lóðinni. Götumynd er falleg en þessi hluti Tangagötunnar var nýlega hellulagður, þ.e. með vesturhlið hússins og allar lagnir í götunni endurnýjaðar. 

Húsið var endurnýjað að innan árið 2000. Allt var rifið innan úr grindinni og milligólf fjárlægt og húsið byggt upp að nýju. Má því segja að húsið með öllu því sem inni í því er, innréttingum, raflögnum, pípulögnum og frárennsli sé síðan 2000. Sökkullinn endurbyggður 2002-2014.

Húsið var klætt með nýju bárujarni að utan í kringum 1993 og var þá skipt um alla glugga. 
Eina sem ekki hefur verið endurnýjað nýlega er þakjárnið og þarfnast það málningar.
Húsið stendur á eignalóð og er því ekki greidd lóðaleiga til sveitarfélagsins. 
Seljendur skoða og svara öllum tilboðum.

Kostnaður kaupanda sem greiðist við kaupsamning.
1. Stimpilgjald af kaupsamningi/afsali - 0.8% af heildarfasteignamati (0.4% við fyrstu kaup) - 1,6% fyrir lögaðila.

2. Stimpilgjald af veðskuldabréfi - 0% af höfuðstól skuldabréfs.

3. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.  kr 2.000 skjali.

4. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 1,0% af höfuðstól skuldabréfs.

5. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr. kauptilboð.

Götusýn er ekki í boði á þessum stað