Fasteignasala Vestfjarða s. 4563244 - eignir@fsv.is - www.fsv.is- kynnir til sölu - Aðalstræti 9 Þingeyri - Estívuhús
Einstakt og fallegt timburhús á þremur hæðum með kjallara, einnig fylgir sérstæður 29 m² bílskúr og 30 m² hjallur.
Á miðhæð er forstofugangur, stofa, borðstofa, baðherbergi, eldhús, skrifstofuherbergi og geymslur.
Á efri hæð eru fimm svefnherbergi og salerni. Í kjallara er þvottahús, geymsla, kyndiklefi og verkstæði.
Að utanverðu er húsið í góðu standi, bárujárnsklæðning og þakjárn hefur verið endurnýjuð sem og gluggar að mestu.
Að innanverðu hefur eignin fengið að halda einstöku útliti frá miðri tuttugustu öld að mestu leyti.
Ath. að innbú fylgir með í kaupum á eigninni.
Nánari lýsing:
Miðhæðin er skráð 86,6 m² að stærð:
Aðalinngangur á miðhæð, tröppur upp að framanverðu, komið inn í stóran teppalagðan forstofugang.
Rúmgóð borðstofa með teppi gólfi.
Setustofa einnig mjög rúmgóð og með teppi á gólfi.
Eldhús með hvítri innréttingu frá ca 1990, tengi fyrir uppþvottavél, eldavél og vifta, korkflísar á gólfi.
Inn af eldhúsi er ágætt vinnuherbergi með teppi á gólfi.
Geymsluherbergi með góðu skápaplássi og önnur minni geymsla.
Baðherbergi með baðkari, korkflísar á gólfi.
Viðbygging að aftanverðu við hjall, þar er köld geymsla og búrgeymsla, þar er sérútgangur að aftanverðu.
Efri hæð er skráð 86,6 m² að stærð:
Stig úr forstofugangi upp á efri hæð, þar er teppalagður gangur.
Rúmgott svefnherbergi með teppi á gólfum, veggfóður á veggjum og laus fataskápur.
Annað stórt svefnherbergi með teppi á gólfum, veggfóður á veggjum og laus fataskápur.
Tvö samliggjandi herbergi bakatil, teppi á gólfum og veggóður á veggjum.
Gangur með teppi, salerni með dúk á gólfi.
Inn af gangi er fimmta herbergið sem er nýtt sem geymsla í dag.
Gott risloft er yfir hæðinni, hleri með stiga yfir gangi.
Kjallari er skráður 89,8 m² að stærð.
Sérinngangur að framanverðu.
Þvottaherbergi með tengi og niðurfalli, gott vinnuborð og snúrur.
Vinnuherbergi með smiðabekk og hillum.
Geymsla með hillum. Kyndiklefi með heitavatnskút og hitatúbu.
Kjallari er skráður 89,8 m² að stærð.
Sérstæður bílskúr er skráður 29 m², steypt gólf, engin kynding, timburhurð.
Hjallur er sambyggður húsinu að aftanverðu og skráður 30 m² að stærð.
Skv. lóðarleigusamningi stendur eignin á 700 m² leigulóð.
Framkvæmdir að sögn eigenda:
Ca. 1974 - Stór hluti efri hæðar veggja klæddir með spónaplötum og loftaplötum.
Ca. 1980 - Steinull sprautuð í utveggi og lausull í þakrýmið.
1991 - Skipt um bárujárn á hliðum, sökklar múraðir, skipt um gluggakarma, gler og gerekti, Drenað kringum húsið, frárennslislögn endurnýjuð, þakniðurföll.
1991. voru einnig stofur, bað, eldhús og skrifstofa tekin í gegn, spónaplötur/betrekk, loftaplötur o.fl., salerni var sett upp á efri hæðinni um svipað leyti.
1996 málað að utan og svo aftur 2011.
Neysluvatnslagnir voru endurnýjaðar 2021, og fyrir nokkrum árum var skipt um rafketil og heitavatnskút.
Saga hússins:
Svokallað Estívuhús, Aðalstræti 9, Þingeyri, er norskt parhús, “katalog hús” innflutt i tilsniðnum einingum, merktum til samsetningar á steinsteyptan sökkul.
Árið var 1904 og fyrstu eigendur voru, að sögn tveir skipstjórar, og mun húsið hafa verið kallað “skipstjórahúsið”.
Guðmundur J. Sigurðsson, vélsmíðameistari, og kona hans, Estíva Björnsdóttir, herraklæðskeri, eignast svo húsið, kringum 1907/1908, líklega annan helminginn fyrst og allt húsið síðan.
Fyrir utan fjölskylduheimili, varð hlutverk hússins einnig tímabundið heimili uppeldisbarna og sumardvalarbarna, og meira kom til.
Estíva rak klæðskeraþjónustu og verslun i húsinu og á vegum Vélsmiðju G.J.S. & Co, sem aðurnefndur Guðmundur stofnaði 1913, var rekinn iðnskóli um árabil til að mennta lærlinga i vélsmíði og tengdum greinum og dugði þá ekki annað en að veita þeim, mörgum langt að komnum, bæði “kost og logi” , sem aftur krafðist “vinnukonu” til húsverka. Það var því mannmargt í húsinu um áratugaskeið.
Í kjallaranum var/er smíðaherbergi þar sem smíðuð voru trémódel fyrir málmsteypuna og enn eru þar verkfæri frá þessum tíma, hefilbekkur og rennibekkur. Skrifstofan, inn af eldhúsinu, var teiknistofa vélsmiðjunnar, undanfari módelsmíðinnar í kjallaranum. Segja má að húsið, með öllu sem í því er, sé lifandi innlegg í iðnsögu og aldarfar landsins og eigi það skilið að varðveitast i góðum höndum.
Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Óli Tryggvason Lögg. fasteignasali, í síma 4563244 og 8208284, tölvupóstur eignir@fsv.is
Smelltu hér til að panta frítt söluverðmat eða skrá eignina þína!
Smelltu hér til að fylgja okkur á Facebook
Smelltu hér til að fylgja okkur á Instagram
Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Við bendum væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga, 0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnana: vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu samkvæmt gjaldskrá.