Fasteignasala Vestfjarða s. 4563244 - eignir@fsv.is - www.fsv.is- kynnir til sölu - Bakkavegur 29 Hnífsdal - Einstaklega fallegt og mikið endurnýjað 279 m² einbýli við Bakkaveg í Hnífsdal. Húsið er á tveimur hæðum og er hvor hæð skráð 139,7 m² að stærð þar af er bílgeymsla um 57 m².
Á efri hæð er aðalinngangur og forstofa, salerni, hol, eldhús, stofa og borðstofa, þrjú svefnherbergi og baðherbergi.
Á neðri hæð er inngangur, tvö svefnherbergi, sjónvarps/setustofa, baðherbergi og bílgeymsla.
Fallegur garður með sólpalli fyrir ofan hús og stórt steypt bílastæði fyrir framan hús.
Nánari lýsing:
Efri hæð:
Aðalinngangur á efri hæð, forstofa með flísum á gólfi og ágætum fataskáp.
Endurnýjað salerni með flísum á gólfi og veggjum, upphengt salerni og vaskaskápur.
Komið inn í hol/gang með harðarketi, hringstigi þar niður á neðri hæð.
Opið og endurnýjað eldhús með harðparketi á gólfi, falleg hvít innrétting með eyju, helluborð, ofn og combi ofn, uppþvottavél, stór innbyggður ísskápur og lítll frystiskápur.
Stór stofa og borðstofa með harðparketi á gólfi, fallegur lokaður arinn, útgengt út á svalir úr borðstofu. Frábært útsýni úr stofu út á djúp.
Svefnálmugangur með harðparketi á gólfi.
Þrjú svefnherbergi á hæðinni, hjónaherbergi mjög rúmgott, með stórum fataskáp og harðparketi á gólfi.
Annað ágætt herbergi með harðparketi á gólfi.
Þriðja herbergið einnig með harðparketi á gólfi.
Baðherbergi endurnýjað, flísar á gólfi og veggjum, stór opin sturta, handklæðaofn, hvít innrétting og skápur, hiti í gólfi. Útgengt þaðan út á góðan sólpall.
Neðri hæð:
Hringstigi úr holi niður á neðri hæð, gangur með fatahengi.
Mjög rúmgóð setu/sjónvarpsstofa með parketi.
Tvö rúmgóð svefnherbergi með parketi á gólfi.
Baðherbergi endurnýjað, sturtuklefi, flísar á gólfi og veggjum, hvít innrétting.
Gott þvottahús með hvítri innréttingu og flísum á gólfi.
Innangengt í 57 m² bílskúr, steypt gólf, gott pláss fyrir bílinn, geymslu og vinnupláss, bílskúrshurð með fjarstýrðum opnara, útgönguhurð sunnanmegin.
Kyndiklefi/geymsla í norðurenda, köld geymsla undir tröppum.
Steypt bílastæði með hitalögnum, einnig er gert er ráð fyrir raflögnum fyrir hleðslustöð fyrir rafbíl.
Framkvæmdasaga seljenda: Drenað norðanmegin (fyrri eigandi)- Svalir lagfærðar og steyptar upp á nýtt og nýtt handrið 2014-15 - Múrviðgerðir á stórum hluta húss og húsið málað 2016 - Öll þrjú baðherbergi endurnýjuð, gólfhiti á stóra baðinu (stóra baðið endurnýjað 2022) - Efri hæð, stofa og eldhús og alrýmið endurnýjað 2017, tæki, innréttingar og fl. - Allt gólfefni á efri hæð endurnýjað að hluta 2017 og klárað 2023 - Skipt um allar innihurðir 2022 - Skipt um stóru glugga í stofu og borðstofu og allri norðurhlið hússins 2017 - Ný bílskúrshurð 2019 - Hurð út í garð að ofanverðu og sólpallur smíðaður 2021-22 . -
Lagfæringar að lóð að framanverðu, steypt og vélslípað bílastæði 2020 - Hitalagnir í bílastæði, rafmagnslagnir í bílastæði fyrir heimahleðslustöð. Steyptir pallar að utan í kringum húsið að norðanverðu. - Tröppur og stigapallar að utan endurgert og nýtt handrið 2021
Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Óli Tryggvason Lögg. fasteignasali, í síma 4563244 og 8208284, tölvupóstur eignir@fsv.is
Smelltu hér til að panta frítt söluverðmat eða skrá eignina þína!
Smelltu hér til að fylgja okkur á Facebook
Smelltu hér til að fylgja okkur á Instagram
Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Við bendum væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga, 0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnana: vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu samkvæmt gjaldskrá.