Ísafjarðarvegur 6, 410 Hnífsdalur
11.500.000 Kr.
Fjölbýli
5 herb.
112 m2
11.500.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1902
Brunabótamat
27.150.000
Fasteignamat
7.300.000


Fasteignasala Vestfjarða s. 4563244 - [email protected] - www.fsv.is - Til sölu - Ísafjarðarvegur 6 Hnífsdal, kallað Bogguhús. Gamalt og sjarmerandi einbýlishús á tveimur hæðum.
Á fyrstu hæð er aðalinngangur og forstofa, gangur, stofa,herbergi inn af stofu, eldhús, setustofa og lítil snyrting.
Gólfefni eru timburfjalir. Panill á veggjum í stofu, búið er að blása einangrun í veggi þar.
Eldhús með gamalli innréttingu (ca. 1960 -1970), timburfjalir á gólfi, búið að opna eldhús inn í herbergi þar við hliðina.
Snyrting með dúkflísum, rafmagnsofn til kyndingar þar.
Á neðri hæð er baðherbergi með baðkari, á baði er þvottaaðstaða, tvær geymslur og nýlega standsett svefnherbergi.
Geymsluloft í risi.
Raflagnir og kerfi er gamalt og þarfnast viðhalds/endurnýjunar fljótlega.
Ofnalagnir og ofnakerfi er gamalt, einnig hægt er að kynda ofna með eldivið.
Nýlegur vatnshitakútur fyrir heitt vatn.
Gler á efri hæð er tvöfalt, einfalt á neðri hæð nema í svefnherbergi þar sem er nýr gluggi.
Þakjárn endurnýjað 2011 og húsið var einangrað og klætt með bárujárni sumarið 2016.

Skoðunarskylda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.Við bendum væntanlegum kaupendum/kaupanda á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef svo ber undir. 
Kostnaður kaupanda sem greiðist við kaupsamning.
1. Stimpilgjald af kaupsamningi/afsali - 0.8% af heildarfasteignamati (0.4% við fyrstu kaup) - 1,6% fyrir lögaðila.
2. Stimpilgjald af veðskuldabréfi - 0% af höfuðstól skuldabréfs.
3. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.  kr 2.000 skjalið.
4. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5%-1,0% af höfuðstól skuldabréfs.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr. kauptilboð.

 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.