Seljalandsvegur 100, 400 Ísafjörður
Tilboð
Einbýli
0 herb.
120 m2
Tilboð
Stofur
1
Svefnherbergi
5
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1986
Brunabótamat
49.750.000
Fasteignamat
23.400.000

Fasteignasala Vestfjarða s. 4563244 - [email protected] - www.fsv.is - Til sölu - Seljalandsvegur 100 Ísafirði - Tilboð óskast

Sérstakt einbýlishús, húsið er byggt sem hálfkúla og er helmingur þess íbúðarhúsnæði og hinn helmingurinn er einskonar gróðurhús/innigarður. 
Íbúðarhúsnæðið er um 120 m² samkvæmt fasteignaskrá en einnig er búið að útbúa stóran kjallara sem ekki er inni í þessari fermetratölu.
Íbúðarhúsnæðið er á þremur hæðum/pöllum og samanstendur af forstofu, eldhúsi, stofu, sjónvarpsstofu, baðherbergi og fimm herbergjum. 
Á fyrsta palli er opið eldhús og stór borðstofa, afstúkað herbergi þar (vantar hurð).
Á 2.palli var sjónvarpsstofa, baðherbergi með sturtu og baðkari, flísar veggjum og dúkur á gólfi, grá innrétting.
Tvö svefnherbergi, annað þeirra með þakglugga.
Á efsta palli eru svo tvö svefnherbergi.
Í kjallara er stórt baðherbergi og saunaklefi, gólf er flísalagt, þar er einnig stór geymsluaðstaða.

Eignin var byggð í kringum 1986 úr steypu og timbri. Íbúðarhúsnæði er með torflagt þak.
Stór gróinn garður. Hellulögð aðkeyrsla.
Eignin þarfnast mikils viðhalds

Ath. eignin stendur á skilgreindu snjóflóðahættusvæði.
Kvaðir skv. lóðarsamningi.
1. Umhverfisráðuneytið hefur í samráði við Veðurstofu Íslands og Skipulagsstofnun á grundvelli laga um varnir gegn ofanflóðum og skriðuföllum tilkynnt að dvöl í húsum á lóðinni er óheimil frá 1. nóv. til 30. apríl ár hvert. Frávik frá þessu, hvort sem er til rýmkunar eða þrengingar, skulu í sérstökum tilvikum, eftir aðstæðum ákveðin af lögreglustjóra í samráði við almannavernd og Veðurstofu Íslands.
2. Ofanflóðasjóður mun ekki greiða bætur til eigenda, fyrir hús á lóðinni verði það fyrir skemmdum af völdum ofanflóða.
3. Óheimilt er að endurbyggja húsin ef þau verða fyrir umtalsverðu tjóni.
4. Hús innan hættusvæðis eru utan tryggingaverndar Viðlagatryggingar Íslands og geta ekki gert tilkall til bóta vegna tjóns af völdum ofanflóða.


Athygli er vakin á því að seljandi hefur ekki búið í  húsinu og þekkir því ekki ástand þess að öðru leyti en fram kemur í söluyfirliti  sem tilboðsgjafi staðfestir að hann hafi kynnt sér með undirritun. 
Seljandi getur ekki veitt frekari upplýsingar um ástand hennar en hægt er að kynna sér við almenna skoðun og skv. söluyfirliti.  Eignin selst í því ástandi sem hún er í og mun seljandi ekki gera neinar endurbætur né þrif á henni fyrir sölu.  Væntanlegum kaupendum er því bent á að skoða eignina með það í huga.


Skoðunarskylda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.Við bendum væntanlegum kaupendum/kaupanda á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef svo ber undir. 
Kostnaður kaupanda sem greiðist við kaupsamning.
1. Stimpilgjald af kaupsamningi/afsali - 0.8% af heildarfasteignamati (0.4% við fyrstu kaup) - 1,6% fyrir lögaðila.
2. Stimpilgjald af veðskuldabréfi - 0% af höfuðstól skuldabréfs.
3. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.  kr 2.000 skjalið.
4. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5%-1,0% af höfuðstól skuldabréfs.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr. kauptilboð.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.