Aðalstræti 116, 450 Patreksfjörður
38.900.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á pöllum
6 herb.
220 m2
38.900.000
Stofur
2
Svefnherbergi
5
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1962
Brunabótamat
57.900.000
Fasteignamat
19.300.000

Fasteignasala Vestfjarða s. 4563244 - [email protected] - www.fsv.is -  kynnir eignina Aðalstræti 116, 450 Patreksfjörður - Stórt og fallegt einbýlishús byggt úr timbri og steypu, húsið er á þremur pöllum (hæðum). 

Forstofa með flísum, lítið salerni inn af forstofu.
Stofa og borðstofa mjög rúmgóð, fallegur arinn, ný hurð út í garð og nýr gluggi.
Eitt svefnherbergi á miðhæð.
Eldhús með ágætri innréttingu og tækjum, plastparket á gólfi. 
Svefnálma á efsta palli, gangur með nýjum gluggum, þrjú svefnherbergi og baðherbergi. 
Hjónaherbergi með fataskáp, ný svalahurð og gluggi þar. 
Baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum, hvít innrétting og baðkar. 
Tvö minni barnaherbergi.

Á neðsta palli er sérútgangur, rúmgott þvottahús með nýjum skápum. 
Gangur með harðparketi, nýir gluggar og ofnalagnir. 
Stórt sjónvarpsherbergi með harðparketi á gólfi.
Stór geymsla.

Í garði er sólpallur og geymsluskúr. 

Þakjárn var endurnýjað 
í  kringum 2013.

Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Óli Tryggvason Lögg. fasteignasali, í síma 4563244, tölvupóstur [email protected]

Skoðunarskylda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.Við bendum væntanlegum kaupendum/kaupanda á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef svo ber undir. 

Kostnaður kaupanda sem greiðist við kaupsamning.
1. Stimpilgjald af kaupsamningi/afsali - 0.8% af heildarfasteignamati (0.4% við fyrstu kaup) - 1,6% fyrir lögaðila.
2. Stimpilgjald af veðskuldabréfi - 0% af höfuðstól skuldabréfs.
3. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.  kr 2.500 skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 1,0% af höfuðstól skuldabréfs.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr. kauptilboð.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.