Pólgata 1, 400 Ísafjörður
Tilboð
Atvinnuhús
13 herb.
886 m2
Tilboð
Stofur
0
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
4
Inngangur
Sér
Byggingaár
1959
Brunabótamat
278.250.000
Fasteignamat
49.950.000

Fasteignasala Vestfjarða s. 4563244 - [email protected] - www.fsv.is - kynnir til sölu - Pólgata 1 Ísafirði - eitt af fallegustu húsunum á Ísafirði og eitt helsta kennileiti miðbæjar Ísafjarðar. Tilboð óskast!

Reisulegt hús sem stendur á eignarlóð í miðbænum. Húsið er byggt fyrir starfsemi Landsbanka Íslands og var tekið í notkun árið 1958.
Arkitekt var Bárður Ísleifsson en byggt var á teikningum Guðjóns Samúelssonar.
Húsið er um 830 m2 og skiptist í kjallara, tvær hæðir og rishæð. Auk þess fylgir eigninni 57 m2 frístandandi bílskúr. Rúmgóð þriggja herbergja íbúð er á 2. hæð.
Húsið hefur fengið gott viðhald og var gert upp að mestu árið 2006.

Frábært tækifæri til að eignast stórt og fallegt hús sem býður upp á mikla möguleika fyrir ýmsa starfsemiNánari lýsing:
Tveir inngangar eru í húsið, aðalinngangur að framanverðu, einnig er inngangur austan megin inn í stigagang hússins.

Kjallari er skráður sem geymsla 223,1 m² að stærð.
Í kjallara eru tæknirými, geymsla, skjalageymsla og bankahvelfing.

Fyrsta hæð er skráð 220 m² að stærð.
Aðalinngangur að framanverðu inn í anddyri bankans sem er stúkað af með glerveggjum. Opinn salur/afgreiðslurými með flísum á gólfi,  þrjár skrifstofur með glerveggjum. Salerni eru á hæðinni.

Önnur hæð er skráð  220 m² að stærð.
Komið upp stigagang, skrifstofa með parketi á gólfi. Fundarherbergi með gegnheilu parketi gólfi. Gangur, þvottaherbergi/geymsla. 

Rúmgóð þriggja herbergja íbúð er á hæðinni, komið inn í gang með fataskáp. Svefnherbergi með skáp. Stórt baðherbergi með baðkari og sér sturtuklefa, flísar á gólfi og veggjum hiti í gólfi. Hjónaherbergi með stórum fataskáp. Opið eldhús með dökkri innréttingu, helluborð, ofn, háfur og uppþvottavél. Stór og opin stofa og borðstofa, útgengt á litlar vestursvalir. 

Rishæð er skráð 166,9 m² að stærð. 
Á rishæð er stór salur með nýlegu harðparketi á gólfi. Þar er einnig fullbúið eldhús, búrgeymsla og salerni. 

Sérstæður tvöfaldur bílskúr er skráður 56,7 m². Tvær bílskúrshurðir úr timbri, afstúkuð geymsla.

Eignin er mjög vönduð og hefur fengið gott viðhald í gegnum tíðina bæði að utan og innan. Staðsetning er góð og gæti húsið því hentað getur undir ýmiskonar starfssemi eða jafnvel til breytinga yfir í íbúðarhúsnæði.

Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Óli Tryggvason Lögg. fasteignasali, í síma 4563244 og 8208284, tölvupóstur [email protected]

Smelltu hér til að panta frítt söluverðmat!
Smelltu hér til að fylgja okkur á Facebook
Smelltu hér til að fylgja okkur á Instagram


Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Við bendum væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga, 0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnana: vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu samkvæmt gjaldskrá.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.