Fasteignasala Vestfjarða s. 4563244 - [email protected] - www.fsv.is- kynnir til sölu - Hörgshlíð lóð 3 - Gott sumarhús í landi Hörgshlíðar í Mjóafirði við Ísafjarðardjúp.
Húsið stendur á leigulóð sem er um hálfur hektari að stærð, stutt er í alla þjónustu á Ísafirði, eða um 130 km og um 330 km frá Reykjavík.Húsið er með birtri stærð upp á 53,4 m² sbr. HMS og byggingarár er skráð 1987.
Grunnflötur hússins eru rúmir 38 m2 og gólfpláss á svefnlofti er um 15 m².
Einnig er um 12 m² nýleg viðbygging sem nýtist núna sem góð geymsla og gefur mikla möguleika á frekari notkun.
Einnig er góður 7 m² smíðakofi og eins konar sólstofa sem er um 6 m² að stærð.
Heildarstærð bygginga er því samtals um 78 m².
Heildarstærð palla í kringum byggingar er um 64 m².
Fasteignamat ársins 2025 er 15,3 m.kr. og brunabótamat 2024 er 35,1 m.kr.
Skipulag:
Komið er inn í ágætlega rúmgott hol þar sem er rafmagnstafla og fatahengi ásamt geymsluhillum.
Á háalofti í risi fyrir ofan holið er góð köld geymsla.
Stofan er björt og rúmgóð með mikilli lofthæð og ágætu útsýni til allra átta eins og út á fjörðinn og í fjallshlíðina.
Í alrýminu er eldhúshorn með góðu skápa- og borðplássi.
Eitt svefnherbergi er í bústaðnum með tvíbreiðu rúmi.
Baðherbergi með rúmgóðum sturtuklefa.
Stórt opið svefnloft er fyrir ofan hluta bústaðarins þar sem er svefnpláss fyrir 4-6 manns með góðu móti, lofthæð við mæni á loftinu er 2,1m.
Góður og mikið endurnýjaður pallur er í kringum húsið.
Umhverfi:
Mjög fallegt er í kringum bústaðinn og mikil kyrrð er á svæðinu.
Mikill birkigróður er í kringum bústaðinn og raunar allri hlíðinni sem og víða í Mjóafirði með stöku reynitrjám inn á milli.
Stutt er að fara í Hörgshlíðarlaug sem er í fjöruborðinu innar í Mjóafirði og í ferðaþjónustustaðinn í Heydal.
Einnig er tiltölulega stutt að fara í Reykjanes þar sem er sundlaug og ferðaþjónusta. Nánari upplýsingar og skoðunartima veitir Guðmundur Óli Tryggvason Lögg. fasteignasali, í síma 4563244 og 8208284, tölvupóstur [email protected]
Smelltu hér til að panta frítt söluverðmat eða skrá eignina þína!
Smelltu hér til að fylgja okkur á Facebook
Smelltu hér til að fylgja okkur á Instagram
Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Við bendum væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga, 0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnana: vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu samkvæmt gjaldskrá.