Til sölu - Þrjár íbúðir í miðbæ Ísafjarðar, í sögufrægu húsi að Aðalstræti 26A - Íbúðirnar eru allar í útleigu til enda júní 2025 og gefa góðar og fastar leigutekjur.
Húsið var byggt úr timbri árið 1889 (líklegast einingahús frá Noregi) og stendur á 243 m² eignarlóð. Íbúðir eru allar séreignir á sér fastanúmerum.
Skipt var um klæðningu á húsinu í kringum 2016, áður var búið að skipta um þakjárn á húsinu. Frárennsli frá húsinu lagað 2023.
Íbúðirnar seljast með öllum húsgögnum og húsbúnaði til áframhaldandi leigu, þvottavél og þurrkari fylgir hverri íbúðÍbúð 0101 – C (F211-9087)Fimm herbergja íbúð á jarðhæð í þríbýlii með geymslu í kjallara og 30,5 m² bílskúr, samtals um 163 m².
Forstofa með dúk á gólfi, hol með plastparketi, þar er hleri niður í kjallara.
Eldhús með dúk á gólfi ágæt innrétting og eldavél.
Baðherbergi með sturtu, flísar á gólfi.
Ágæt stofa/borðstofa með plastparketi á gólfi.
Fjögur svefnherbergi, dúkur gólfum, engir fastir skápa
Stór kjallari, innangengt í hann frá íbúð niður um hlera í holi.
Þvottahús í kjallara og geymslurými. Geymslurými í kjallara er merkt 0002 og er skráð 28,5 m².
Bílskúr er skráður 30,5 m², inngönguhurð á norðurhlið og bílskúrshurð úr timbri.
Íbúð 0202 – B (F211-9089)Íbúðin er skráð 108 m² að stærð, þar af er sérgeymsla í kjallara um 13,3 m² og geymsla undir stiga á jarðhæð 1,3 m².
Sameiginlegur inngangur og forstofa Aðalstrætis megin á jarðhæð ásamt teppalagðum stigagangi og stigapalli á 2.hæð
Komið inn frá stigapalli inn í rúmgóða L-laga stofu og borðstofu með teppi á gólfi.
Eldhús inn af borðstofu, hvít innrétting og dúkur á gólfi.
Baðherbergi inn af eldhúsi, klósett, sturta og vaskur.
Tréstigi úr eldhúsi upp á rishæð, þar eru þrjú herbergi með teppi á gólfi, fataskápar í tveimur herbergja.
Sérgeymsla í kjallara merkt 0001 og geymsla á jarðhæð (áður salerni) merkt 0102.
Íbúð 0201 – A (F211-9088)Íbúðin er skráð 102 m² að stærð, þar af er geymslurými í kjallara um 10,3 m²
Sameiginlegur inngangur og forstofa Aðalstrætis megin á jarðhæð ásamt teppalagðum stigagangi og stigapalli á 2.hæð
Komið inn frá stigapalli í stofu parketi á gólfi, þar er stigi með timburþrepum upp á rishæð.
Eldhús með hvítri eldri innréttingu, plastparket á gólfi, borðkrókur.
Inn af eldhúsi er baðherbergi m/ innréttingu, baðkari, t.f. þvottavél, dúkur á gólfi og veggir málaðir. Inn af baðherbergi er lítil geymsla.
Rishæð, þrjú svefnherbergi lakkaðar fjalir á gólfum (upprunalegar gólffjalir), tvö herbergjanna eru minni og mikið undir súð með þakglugga, bæði með með fataskáp.
Stærsta herbergið með glugga á gafli og innangengt fatarými
Sérgeymslurými í kjallara merkt 0003 og 0004, samtals 10,3 m².
Húsið hefur verið leigt til erlendra stúdenta Háskólaseturs Vestfjarða og komast færri að en vilja.
Allir leigusamningar eru til 30. júní 2025.
Nýtt járn var sett utan á húsið árið 2016.
Lítillega hefur verið dregið í nýtt rafmagn í eina íbúðina.
Bílskúr þarfnast viðhalds
Skipt um frárennsli út í götu 2023
Nánari upplýsingar og skoðunartima veitir Guðmundur Óli Tryggvason Lögg. fasteignasali, í síma 4563244 og 8208284, tölvupóstur [email protected]
Smelltu hér til að panta frítt söluverðmat eða skrá eignina þína!
Smelltu hér til að fylgja okkur á Facebook
Smelltu hér til að fylgja okkur á Instagram
Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Við bendum væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga, 0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnana: vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu samkvæmt gjaldskrá.